Friday, August 14, 2009

Úr kennslubók í heimilisfræði:

Svona var þetta í gamla daga..Þessar reglur eru teknar úr kennslubók í heimilisfræði síðan 1950.


1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir hans. Flestir karlmenn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur er hluti af því að láta hann finna hversu velkominn hann er heim, en það er karmönnum nauðsynlegt.

2. Notaðu 15mín. til að snyrta þig og skipta um föt áður en hann kemur. Hann er að koma heim úr leiðinlegri og erfiðri vinnu og er þreyttur. Vertu svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við.

3. Taktu upp allt rusl og dót. Farðu eina umferð um húsið og safnaðu saman skólabókum, leikföngum, pappírsrusli og blöðum. Renndu svo tusku yfir borðin til að þurrka af og þrífa svolítið. Eiginmanni þínum mun finnast hann kominn í friðarparadís og það hefur mikið að segja fyrir hann.

4. Snyrtu börnin til. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að þrífa hendur og andlit og greiða þeim.. Ef þarf, skaltu láta þau skipta um föt. Þau eru hans fjársjóður og hann vill sjá þau þannig.

5. Sjáðu til þess að húsið sé hljóðlátt. Slökktu á öllum vélum, s.s. uppþvóttavél, þvottavél, þurrkara og ryksugu. Reyndu að sjá til þess að börnin hafi hljótt. Taktu á móti honum með glöðu brosi.

6. Gættu þess að hella ekki yfir hann kvörtunum þegar hann kemur. Ekki heldur kvarta þó hann komi of seint í mat. Þú getur verið viss um að þínar kvartanir eru minniháttar í samanburði við það sem hann hefur þurft að þola yfir daginn.

7. Sjáðu til þess að hann hafi það þægilegt. Láttu hann halla sér aftur á bak í hægindastól eða stingdu upp á því að hann halli sér smástund í rúmið. Vertu tilbúinn með kaldan eða heitan drykk handa honum. Bjóddu honum að klæða hann úr skónum og hagræddu púðunum undir honum. Ræddu við hann með rólegri, mjúkri röddu. Leyfðu honum að slaka á.

8. Láttu hann ráða kvöldinu. Ekki kvarta þó hann fari ekki með þig út að borða eða á aðrar skemmtanir, reyndu í stað þess að skilja að hann hefur fengið sinn skerf af streitu og látum yfir daginn og þarfnast hvíldar heima.

9. Markmiðið er að gera heimilið að stað þar sem eiginmaður þinn getur fundið frið og reglu og getur slakað á eftir erfiðan dag.

Monday, July 27, 2009

fyrir Heklu brandari í brúðkaup...

Það er ekki erfitt, að gera konu hamingjusama, þú þarft bara að vera:
1. vinur
2. félagi
3. ástmaður
4. bróðir
5. faðir
6. húsbóndi
7. yfirmaður
8. rafvirki
9. trésmiður
10. pípari
11. handlaginn
12. skreytimeistari
13. stílisti
14. sérfræðingur í kynlífi
15. mannþekkjari
16. sálfræðingur
17. hagfræðingur
18. reiknimeistari
19. góður huggari
20. góður hlustandi
21. skipuleggjari
22. góður faðir
23. snyrtilegur
24. samúðarfullur
25. sportlegur
26. hlýr
27. skemmtilegur
28. aðlaðandi
29. snillingur
30. fyndinn
31. hugmyndaríkur
32. mjúkur
33. sterkur
34. skilningsgóður
35. þokkafullur
36. prúður
37. metnaðarfullur
38. hæfileikaríkur
39. þolgóður
40. skynsamur
41. trúr
42. ábyggilegur
43. ástríðufullur
..og gleymir aldrei að:
44. gefa henni gjafir reglulega
45. fara með henni að versla
46. vera heiðarlegur
47. vera örlátur
48. að stressa hanna ekki
49. horfa ekki á aðrar konur

og um leið þá verðurðu líka að:
50. veita henni mikla athygli, og hugsa ekki mikið um sjálfan þig
51. gefa henni allan tíma sem hún þarf
52. gefa henni mikið frelsi, ekki hafa áhyggjur af því hvert hún fer

Það er mjög áríðandi:
að gleyma aldrei:
1. afmælisdögum
2. brúðkaupsdögum
3. plönum sem hún hefur ákveðið


TIL AÐ GERA KARLMANN HAMINGJUSAMANN :

1. Gefa honum að borða góðan mat
2. Sjá til að hann fara reglulega að sofa (ekki einn)
3. og þegja svo að hann geti horft á leikinn í sjónvarpinu í friði

Life explained

A boat docked in a tiny Mexican village. An American tourist complimented the Mexican fisherman on the quality of his fish and asked how long it took him to catch them.
"Not very long," answered the Mexican.
"But then, why didn't you stay out longer and catch more?" asked the American.
The Mexican explained that his small catch was sufficient to meet his needs and those of his family.
The American asked, "But what do you do with the rest of your time?"
"I sleep late, fish a little, play with my children, and take a siesta with my wife. In the evenings, I go into the village to see my friends, have a few drinks, play the guitar, and sing a few songs. I have a full life."
The American interrupted, "I have an MBA from Harvard and I can help you! You should start by fishing longer every day. You can then sell the extra fish you catch. With the extra revenue, you can buy a bigger boat."
"And after that?" asked the Mexican.
"With the extra money the larger boat will bring, you can buy a second one and a third one and so on until you have an entire fleet of trawlers. Instead of selling your fish to a middle man, you can then negotiate directly with the processing plants and maybe even open your own plant. You can then leave this little village and move to Mexico City, Los Angeles, or even New York City! From there you can direct your huge new enterprise."
"How long would that take?" asked the Mexican.
"Twenty, perhaps twenty-five years," replied the American.
"And after that?"
"Afterwards? Well my friend, that's when it gets really interesting," answered the American, laughing. "When your business gets really big, you can start buying and selling stocks and make millions!"
"Millions? Really? And after that?" asked the Mexican.
"After that you'll be able to retire, live in a tiny village near the coast, sleep late, play with your children, catch a few fish, take a siesta with your wife and spend your evenings drinking and enjoying your friends."
And the moral of this story is: ......... Know where you're going in life... you may already be there.

Wednesday, April 15, 2009

játa mig seka um að vera með lagið á endurtekningu nokkuð oft!

þvílíkt geggjað lag.. textinn er ótrúlega flottur og röddin í gaurnum ;) slef slef

Friday, April 10, 2009

Leti leti leti


gott að hlaða betteríin, en er full löt þessa dagana, nenni ekki að lesa, gera mosaic, fara í heimsóknir, gönguferð eða nokkurn skapaðann hlut... vantar einhvern til að sparka ærlega í afturendann á mér ;)

Monday, April 6, 2009

Til hamingju með afmælið Ella

já hún á afmæli í dag hún Ella mágkona :) eins og sést þá er hún ekki hrifin af myndavélum ;)

Tuesday, March 31, 2009

vinna, fermingar og fleira :)

það hefur sko alveg verið nóg að gera hjá mér þennann mánuðinn....






Vinna vinna vinna eins og vanalega, og fullt að gera í nuddinu, það er með ólíkdum, kreppan kanski að naga axlirnar á fólki, og svo er ótrúlega mikið af nýju fólki að koma, mamma, maður, vinkona og þ.h. þeirra sem eru hjá mér fyrir... og allir vilja koma aftur og aftur , þrátt fyrir mín hörkubrögð ;)




Rjóður varð 5 ára 20 mars og mér fynnst það með ólíkindum.. getur verið að ég sé búin að búa hér í borginni í 9 ár og unnið við nudd í rúm 7ár og í Rjóðri í 5 ár... vá hvað tíminn er fljótur að líða, þetta er alveg með ólíkindum, ég er enn ánægð í báðum störfum, þau eru gefandi og ég hef enn mikið að gefa í þetta sjálf, þannig að þetta er bara hið besta mál held ég..


Næsta fimmtudag er ég að fara til Akureyrar, og er ástæða ferðarinnar fermingin hennar Sögu. Það er enn ein sönnun þess að tíminn æðir áfram á ógnarhraða.. getur það verið að Tinna vinkona sé að fara að ferma, hmmm hve mörgum árum eldri en ég er hún eigjinlega??? ;)
en nú er bara að bíða og sjá hvort færðin verði okey, þetta snjóaveður núna er alveg með ólíkindum!
Fleiri fermingar eru hjá mér, Rósa fermir hana Karen sína annann í páskum og Anton hanns Jón Gunnars fermist svo annann mai þannig að þá er önnur ferð norður.
jæja best að fara að gera e-ð af viti.. hafið það gott í snjónum ..